Cabas tjónamat

CABAS er tjónamatskerfi fyrir verkstæði til að meta viðgerðarkostnað vegna skemmda á ökutæki. Með tilkomu CABAS þurfa eigendur ökutækja ekki lengur að fara á næstu skoðunarstöð tryggingarfélags til að láta meta tjónið heldur geta þeir snúið sér beint til næsta CABAS verkstæðis sem tryggingarfélag  hefur samið við um kaup á þjónustu.

Þegar bifreiðaeigandi lendir í umferðaróhappi og getur ekið ökutæki sínu af vettvangi snýr hann sér beint til næsta CABAS verkstæði með ökutæki sitt til skoðunar og mats. Ef ökutækið er viðgerðarhæft gerir verkstæðið viðgerðaráætlun í CABAS tjónsmatskerfi til að sjá hver viðgerðarkostnaður er.

Ef tryggingarfélag á að greiða viðgerðarkostnaðinn sendir verkstæðið viðgerðaráætlun ásamt myndum í tölvupósti til félagsins þar sem skoðunarmenn yfirfara hana og samþykkja ef allar forsendur eru í lagi. Hér að neðan má sjá hverjar þær forsendur eru.

Verkstæðið getur tekið á móti tjónstilkynningunni og faxað hana til tryggingarfélags til að flýta fyrir bótaskylduákvörðun.

Bifreiðaeigandi hefur samband við næstu þjónustuskrifstofu tryggingarfélags til að tilkynna umferðaróhapp og fá nánari upplýsingar um næstu skref.
Tjónstilkynning og/eða lögregluskýrsla verður að berast félaginu svo hægt sé að ákveða bótaskyldu.
Viðgerð má ekki hefjast á ökutækinu fyrr en bótaskylda liggur fyrir. Tryggingarfélag greiðir því aðeins viðgerðina ef tjónið sé bótaskylt af hálfu félags.
Viðgerð ætti ekki að hefjast fyrr en verkstæði hefur útvegað alla varahluti.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Fyllið tjónstilkynningu vel og vandlega út. Athugið til dæmis að undirskrift á að vera bæði framan og aftan á tilkynningunni.
Gott er að hafa í huga verðmæti ökutækis svo hægt sé að flýta uppgjöri tjónsins.
Hægt er að velja á milli þess að fá bílaleigubíl eða afnotamissi greiddan í bótaskyldu tjóni.
Verkstæði getur útvegað bílaleigubíl fyrir þá sem eiga rétt á þeim.

  • Bílaleigubílar eru alfarið á ábyrgð leigutaka.
  • Tryggingafélög greiða eingöngu fyrir leigu á minnstu gerð bifreiða í A flokki. Innifalið í leigu eru 100km á dag, leigutaki sér sjálfur um bensínkostnað.
  • Bílageirinn tekur enga ábyrgð á mögulegum umfram dögum sem tryggingafélögin gætu neitað að greiða fyrir. Leigutaki ber ábyrgð á þeim dögum sem ekki fást samþykktir hjá viðkomandi tryggingafélagi, þá annað hvort vegna biðar eftir varahlutum eða fyrirfram ákveðnum dagafjölda vegna viðgerðar.
  • Þú getur kynnt þér nánar skilmála þíns tryggingafélags með því að hafa samband við þjónustuver þess.